Þyrping húsa listasafnsins í Bæjargili á Húsafelli. Frá vinstri er turninn, gamla fjósið, pakkhúsið og lengst til hægri er legsteinasafnið sem nú hefur verið óskað eftir leyfi til niðurrifs til að fullnusta dómi Héraðsdóms Vesturlands frá 14. júlí síðastliðnum. Ljósm. mm.

Leiðrétting á frétt vegna fundar skipulagsnefndar

Í frétt hér á skessuhorn.is í gær, þar sem fjallað var um umsókn Páls Guðmundssonar um niðurrif á legsteinasafni í Húsafelli, var farið rangt með fundartíma í skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar. Fundur var sagður á dagskrá í dag, föstudag. Það er rangt því fundartíminn er næstkomandi mánudagsmorgun, 10. ágúst. Beðist er velvirðingar á þessu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir