Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna og Gísli Gíslaason, forveri hans í starfi. Ljósm. Faxaflóahafnir.

Hafnarstjóraskipti hjá Faxaflóahöfnum

Gísli Gíslason lét á miðvikudag af störfum sem hafnarstjóri Faxaflóahafna, en hann hefur gegnt starfinu frá því í nóvember 2005. Hann sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum og var Magnús Þór Ásmundsson valinn úr hópi 26 umsækjenda í kjölfar auglýsingar.

Magnús tók við lyklavöldum á skrifstofu hafnarstjóra á miðvikudaginn. Hann er rafmagnsverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í faginu frá Danska tækniháskólanum (DTU) árið 1990. Hann starfaði hjá Marel frá 1990 til 2009, þar sem hann var framkvæmdastjóri framleiðslu, fyrst á Íslandi og síðan með ábyrgð á framleiðslueiningum fyrirtækisins í Evrópu. Árið 2009 hóf hann stöf hjá Fjarðaráli, fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar en síðar forstjóri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir