Bláberjalyng í Reykholtdal í gær. Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir.

Gott útlit með berjasprettu

Meðfylgjandi mynd var tekin af bláberjalyngi í uppsveitum Borgarfjarðar í gær, 6. ágúst. Þar má sjá að bláberjalyng hefur blómgast vel og ber náð að þroskast með ágætum. Með nokkrum sólríkum dögum til viðbótar, á einni eða tveimur vikum, má ætla að þessi ber verði öll orðin blá og safarík um miðjan ágúst. Skessuhorn hefur ekki heimildir um berjasprettu víðar í landshlutanum og væri fróðlegt að fá ábendingar um slíkt (skessuhorn@skessuhorn.is). Á Barðaströnd horfir hins vegar vel með aðalbláberjasprettu nú síðsumars þannig að vísbendingar eru um að vestanvert landið og Vestfirðir séu að koma sterkt inn þetta árið. Þess má geta að ferðir til berja geta verið kærkomin tilbreyting og góð útivera síðsumars á kóvittímum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir