Takk! veggur kominn í Borgarnes

Vinnuskólinn í Borgarnesi málaði fyrir verslunarmannahelgi TAKK-vegg. Er hann við ærslabelginn við sundlaugina í Borgarnesi. „Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að taka þátt í átakinu og senda hrós, við þekkjum öll einhvern sem er til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu.

Takk! – til fyrirmyndar er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni en 1. ágúst síðastliðinn voru 40 ár liðin frá því Vigdís var sett í embætti forseta Íslands, fyrst kvenforseta sem kosnir eru í lýðræðiskosningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir