Staðan í fótboltanum verður endurmetin í dag

Stjórn KSÍ ákvað síðastliðinn fimmtudag að fresta leikjum í meistara- og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með í dag, 5. ágúst. Kom ákvörðunin í kjölfar hertra aðgerða stjórnvalda gegn Covid-19. Samþykkt var hins vegar að leikir sem fram fóru að kvöldi fimmtudags 30. júlí skyldu fara fram samkvæmt leikjadagskrá en þó án áhorfenda.

Ekki liggja fyrir nýjar tímasetningar, en staðan verður endurmetin í dag í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir