Níu tilfelli af Covid 19 frá í gær

Samkvæmt covid.is voru níu einstaklingar greindir með Covid-19 í gær á landinu. Alls er 91 einstaklingur með veiruna og 746 eru í sóttkví á landinu öllu. Veiran hefur nú greinst í öllum landshlutum þar sem einn smitaður er á Austurlandi. Hér á Vesturlandi er tala smitaðra óbreytt frá í gær, 9 eru nú í einangrun og 47 eru í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir