Brýrnar ofan við veiðihúsið við Hítará. Ljósm. mm.

Haffjarðará og Hítará að gefa vel af fiski

Laxveiðin í ánum á Vesturlandi hefur verið misgóð í sumar. Sumsstaðar er hún undir væntingum og einkum er minna af smálaxi að skila sér en spáð hafði verið. En veiðin er góð í sumum ánum og má í því sambandi nefna Haffjarðará og Hítará sem eru að bæta sig verulega á milli ára.

„Ég var að leiðsegja í Haffjarðará fyrir skömmu og veiðin var fín, mikið af laxi víða í ánni,“ sagði leiðsögumaður sem við heyrðum í á bökkum Haffjarðarár. Áin er að komast í heildarfjölda veiðinnar í fyrra og ennþá er þónokkuð eftir af veiðitímanum. Áin hefur nú gefið um 600 laxa en gaf allt síðasta sumar 651 lax. Nú er spáð rigningu alla þessa viku og því er vel líklegt að veiðitölur hækki talsvert.

Hítará hefur gefið yfir 300 laxa en gaf allt sumarið í fyrr 204 laxa. Veiðimaður sem við hittum við ána sagði að mikið væri af fiski víða í ánni og hollinn að veiða vel.

Líkar þetta

Fleiri fréttir