Svipmynd frá Akratorgi á Akranesi í byrjun júlí 2020. Ljósm. mm.

Einn kaldasti júlí seinni ára

Júlímánuður var fremur kaldur miðað við það sem verið hefur frá aldamótum, að því er fram kemur í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júlí. Meðalhiti í Reykjavík var 10,7 stig, 10,1 stig á Akureyri en 9,9 gráður í Stykkishólmi. Miðað við síðustu tíu ár voru hitavik aðeins jákvæð á örfáum stöðum á Suðausturlandi, en annars staðar var hiti í júlí undir meðaltali síðasta áratugar. Hitinn hins vegar nálægt meðalhita áranna 1961 til 1990. Engu að síður var tíðin hagstæð í aðalatriðum, vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi. Þó var mikil úrkoma um miðjan mánuðinn á norðan- og norðvestanverðu landinu, þar sem vart varð við skriðuföll og vatnavexti í ám. Nokkuð hvasst var á landinu 17. og 18. júlí og féllu vindhraðamet á fáeinum stöðum. Þrátt fyrir þetta mældist vindur og úrkoma víðast hvar í meðallagi í júlí, sem fyrr greinir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir