Kap II VE frá Vestmannaeyjum hefur verið að landa grálúðu undanfarnar vikur og lá við bryggju í dag. Ljósm. tfk.

Nóg um að vera á höfninni

Enn er unnið hörðum höndum við hafnarframkvæmdir í Grundarfirði. Vel hefur viðrað síðustu daga og starfsmenn verið iðnir við kolann. Nú styttist í að steypuvinna hefjist við höfnina og svo er dæluskip væntanlegt til að dýpka meira við hafnarkantinn. Efnið sem þar verður dælt upp fer svo í landfyllingu sem er örfáa metra frá. Það verður því áfram hamagangur í öskjunni á svæðinu því að nú eru útgerðirnar að fara aftur af stað eftir sumarstopp en Runólfur SH lætur úr höfn á morgun og svo fara þeir hver af öðrum.

Vélar frá Borgarverki fá litla hvíld þessa dagana.

Líkar þetta

Fleiri fréttir