Hér er fimm manna hópur sem á fyrsta heila degi dvalar þeirra var sendur á tveimur bílum í Kistufell á Gæsavatnaleið að sækja göngumann. „Á austurleiðinni var bjart og fallegt veður. Á bakaleiðinni hafði skollið á svartaþoka þannig að við þurftum að aka á gönguhraða allan Dyngjuhálsinn og gátum á köflum ekki stuðst við neinar vísbendingar um leiðina aðrar en GPS punkta. Engu að síður lærdómsríkt og skemmtilegt ævintýri,“ skrifaði Olgeir. Þrír af þessum eru úr Brák, einn frá Ok og einn frá Heiðari. Ljósm. BRÁK.

Komu mörgum til aðstoðar á hálendisvakt á Sprengisandi

Vaskur 16 manna hópur borgfirsks björgunarsveitarfólks var um vikutíma á Sprengisandi um mánaðamótin og sinnti hálendisvakt björgunarsveitanna. Þetta voru félagar úr björgunarsveitunum Brák, Ok og Heiðari. Bjó hópurinn í skála Ferðafélags Íslands í Nýjadal. Olgeir Helgi Ragnarsson úr Björgunarsveitinni Brák skrifaði færslu um ferðina: „Það sýndi sig að við áttum fullt erindi. Við aðstoðuðum ferðafólk í vandræðum vegna bilana, leiðbeindum fólki að komast yfir vöð, sóttum göngufólk ýmist vegna meiðsla eða annarra erfiðleika, björguðum hröktum og þrekuðum göngumönnum úr slydduhríð í húsaskjól, leituðum og fundum ferðalanga sem voru villtir á öldum Sprengisands, tíndum rusl og höfðum gaman af því að vera saman,“ skrifaði Olgeir Helgi.

Félagar úr björgunarsveitinni Ok komnir á Sprengisand 26. júlí í roki og rigningu. Ljósm. OK.

Líkar þetta

Fleiri fréttir