Guðni settur í embætti í annað sinn

Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu við Austurvöll laugardaginn 1. ágúst síðastliðinn. Athöfnin var töluvert minni í sniðum og færri viðstaddir en venja er vegna varna gegn kórónuveirunni. Í þinghúsinu lýsti forseti Hæstaréttar kjöri forseta sem undirritaði svo eiðstaf sinn. Þá flutti forseti Íslands innsetningarræðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir