Engin fjölgun smitaðra á Vesturlandi

Nú eru 83 einstaklingar í einangrun á landinu öllu með Covid-19 og einn á sjúkrahúsi. 734 eru í sóttkví, fjölgaði um 70 frá í gær. Þrjú ný innanlandssmit greindust í gær, þar af eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Ríflega þrjú þúsund sýni voru tekin í gær og 900 þeirra úr fólki sem búsett er hér á landi. Flestir þeirra sem eru í einangrun eru á aldrinum 18 til 29 ára. Þrír á áttræðisaldri eru með COVID-19 smit. Öll ný smit sem greind voru í gær eru á höfuðborgarsvæðinu.

Hér á Vesturlandi hefur smituðum ekki fjölgað frá því hópsmit kom upp á Akranesi í síðustu viku. Nú eru 9 í einangrun og 54 í sóttkví í landshlutanum. Viðamikil skimun sem framkvæmd var á Akranesi undir lok síðustu viku sýndi engan smitaðan utan þess hóps erlends verkafólks sem fékk fyrrgreint hópsmit í byrjun síðustu viku.

Líkar þetta

Fleiri fréttir