Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058 krónum fyrir Rauða krossinn með því að ganga í hús og biðja um hluti á tombólu og selja síðan fyrir utan Bónus og Krónuna,“ segir í tilkynningu frá RKÍ á Akranesi sem þakkar þeim stöllum fyrir stuðninginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir