Hópurinn saman kominn fyrir framan gamla skólahúsið í Ólafsdal.

Eldri Borgfirðingar á ferð um Breiðafjörð og Dali

Eftir margra mánaða bið vegna Covid-19 veirunnar lagði Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum loks upp í langþráð ferðalag. Ekið var með Birgi Pálssyni bílstjóra á rútu frá Sæmundi Sigmundssyni til Stykkishólms þar sem Sturla Böðvarsson fyrrum bæjarstjóri, þingmaður og ráðherra tók á móti hópnum. Lýsti Sturla viðhaldi gamalla bygginga og mannlífinu í Hólminum fyrr og nú. Eftir heimsókn þar var haldið til sjós. Siglt um suðureyjar Breiðafjarðar og eyjarnar og íbúar þeirra myndaðir í bak og fyrir. Smakkað var á skelfiski og alls kyns krabbadýrum. Komið var í land í Skarðsstöð á Skarðsströnd og að endingu gist á Vogi á Fellsströnd í góðu yfirlæti.

Seinni ferðardaginn var ekið um Dalasýslu undir leiðsögn Sveins Ragnarssonar bónda á Svarfhóli. Endað var á að skoða sig um í Ólafsdal. Það var svo ánægður hópur sem kom um kvöldmatarleytið til baka í Borgarfjörðinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir