Skeljahátíðin var haldin í Stykkishólmi

Skeljahátíð fór fram dagana 23.-26. júlí í Stykkishólmi. Þar var allskonar viðburði hægt að sækja. Fyrsti dagskráliður hátíðarinnar var á fimmtudegi þegar boðið var upp á kósý stund í Nýræktinni. Þar var hlustað á ljúfa tóna yfir varðeldi og sötrað heitt kakó. Á föstudag var hægt að fara í vikinga-sushi siglingu með Sæferðum og ljúka deginum með því að fara á brekkusöng við Frúarhól. Á laugardag fór fram viðburður með yfirheitinu, Matarkista Breiðafjarðar – Street Food. Þar komu saman veitingastaðir bæjarins; Fosshótel, Narfeyrarstofa, Sjávarpakkhúsið, Skipper og Skúrinn.  Komið var upp svokallaðri Street Food stemningu og gátu gestir snætt dýrindis mat við lifandi tónlist. Deginum lauk svo með DJ og kokteilapartíi í Súgandisey um kvöldið. Á sunnudeginum var hægt að enda helgina með siglingu hjá Sæferðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir