Íslandsmeistaramótið í þarabolta var á sínum stað og sáust oft mögnuð tilþrif. Ljósm. kgk.

Reykhóladagar að baki

Hinir árlegu Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir dagana 24.-26. júlí síðastliðna. Dagskráin í ár var nokkuð lágstemmdari en verið hefur undanfarin skipti, í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Engu að síður voru fastir liðir á borð við dráttavélaakstur, dráttarvélafimi og þarabolta að sjálfsögðu á sínum stað í bland við nýja dagskrárliði eins og kjötsúpukeppni og sögugöngu, svo fátt eitt sé nefnt. Veður setti örlítið strik í reikninginn á laugardeginum, en vegna slæmrar spár var ákveðið að færa kvöldvökuna undir þak. Íbúar tóku til hendinni og græjuðu sal íþróttahússins á mettíma. Þar skemmtu þeir Auddi Blö og Steindi jr. gestum, í bland við skemmtiatriði í boði heimamanna. Afslappaði andrúmsloft einkenndi hátíðina, sem fór afar vel fram og ekki annað að merkja en að íbúar og gestir hreppsins nytu sín vel.

Sjá fleiri myndir Kristjáns Gauta Karlssonar blaðamanns í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir