Elísabet Axelsdóttir, framkvæmdastjóri og annar eigenda Efnagreiningar ehf. Ljósm. kgk.

Starfsemi Efnagreiningar hefst á Akranesi í ágúst

Áformað er að opna rannsóknarstofu Efnagreiningar ehf. á Akranesi laugardaginn 15. ágúst næstkomandi. Hjónin Elísabet Axelsdóttir og Arngrímur Thorlacius, eigendur fyrirtækisins, tóku fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrirtækisins í Flóahverfi í apríl og undanfarið hafa þau unnið að flutningi þess frá Hvanneyri, þar sem það hefur verið starfrækt í gömlu nautastöðinni frá 2015. Skessuhorn ræddi við Elísabetu, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um flutninginn og forsögu hans, sem og fyrirtækið sjálft.

Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Endurræsa körfuboltatímabilið

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um endurræsingu keppnistímabils Domino‘s og 1. deilda eftir stopp vegna sóttvarnarráðstafana yfirvalda. Nefnast leiðbeiningarnar... Lesa meira