Fyrsti sjúkrabíllinn af nýrri gerð og merkingu kominn á Akranes

Sjúkraflutningar á Akranesi fengu nú í vikunni afhentan sjúkrabíl af Bens gerð úr 25 bíla útboði á vegum Sjúkrabílasjóðs RKÍ og Sjúkratrygginga. Þetta var jafnframt fyrsti sjúkrabíllinn sem er afhentur af þessum 25 bílum sem til landsins komu, en fjórir þeirra eru nú komnir til landsins. Að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, fær HVE fjóra af þessum 25 bílum úr fyrsta útboði og verður þeim dreift á starfsstöðvar stofnunarinnar til endurnýjunar á eldri bílum. Fyrsti bíllinn er nú kominn á Akranes, sjá næsti fer í Ólafsvík, en Gísli segir að ekki sé búið að ákveða hvert hinir tveir fari.

Þá segir Gísli að á döfinni sé útboð á 25 sjúkrabílum til viðbótar og verður þá stígið annað stórt skref til endurnýjunar á sjúkrabílaflota landsins sem verulega var orðið brýnt að endurnýja. Bílarnir í þessu fyrsta útboði eru fluttir inn af Fastus og Öskju. Þeir eru innréttaðir og útbúnir sem sjúkrabílar hjá Baus í Póllandi. Þeir eru fjórhjóladrifnir og koma með loftpúðafjöðrun þannig að vel fer um bæði áhöfn og sjúklinga í þeim. „Öll vinna við bílana er sérstaklega vönduð,“ segir Gísli Björnsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Endurræsa körfuboltatímabilið

Körfuknattleikssamband Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um endurræsingu keppnistímabils Domino‘s og 1. deilda eftir stopp vegna sóttvarnarráðstafana yfirvalda. Nefnast leiðbeiningarnar... Lesa meira