
Hópsmit á Akranesi
Hópsmit Covid-19 veirunnar hefur komið upp á Akranesi. Þetta staðfestir Ásmundur Kr. Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við Skessuhorn.
Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um hópsmitið í dag. Ekki liggur fyrir hversu margir eru smitaðir, en smitrakning stendur yfir. Lögregla hvetur fólk til að fara varlega á Akranesi sem og annars staðar í kjölfar smitsins.