Grassteinn lagður í tæplega þúsund fermetra bílastæði

Sífellt er unnið að umhverfisbótum á Breiðinni á Akranesi. Í morgun var byrjað að leggja 940 fermetra af svokölluðum grasstein í nýtt bílastæði fyrir gesti Akranesvita. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir helgi. Í holurnar í steininum verður settur sandur og mold þar sem gróður mun vaxa í tímans rás. Það er fyrirtækið Íslandsgámar sem er verktaki við þessar framkvæmdir, en hér er Ingólfur Valdimarsson á lyftaranum að leggja steininn með sérstökum búnaði. Hilmar Sigvaldason vitavörður fylgist með.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira