Hér ekur Gunnar Deutzinum, árgerð 1960, á þjóðhátíðardaginn 2015. Ljósm. úr safni/sá.

Strákurinn frá Helgafelli sem gerði véla- og hópferðaakstur að ævistarfinu

Fæðingardagur hans er 11.11. og árið 1946. Mamma hans sagði drenginn hafa byrjað að ganga ellefu mánaða, líklega um ellefuleitið þennan októberdag. Við heimsækjum Gunnar Hinriksson rútubílsstjóra í Stykkishólmi. Hann fæddist á Helgafelli í Helgafellssveit. Á þeim sama forna kirkjustað og landnámsjörð sem sagt er að Þorstein þorskabítur, sonur Þórólfs Mostrarskeggs, hafi fyrstur byggt sér bæ. Synir Þorsteins voru þeir Börkur digri og Þorgrímur, mágur Gísla Súrssonar, sem Gísli reyndar drap. Sonur hans og Þórdísar Súrsdóttur var Snorri goði Þorgrímsson, sem bjó fyrst á Helgafelli og lét gera þar kirkju, en hafði svo jarðaskipti við Guðrúnu Ósvífursdóttur og Ósvífur föður hennar. Bjó Guðrún lengi á Helgafelli, fyrst með fjórða manni sínum, Þorkatli Eyjólfssyni, og síðan lengi ekkja eftir að hann drukknaði. En látum hér lokið upprifjun Helgafellsfólks á Söguöld. Um þúsund árum eftir tíma Guðrúnar fór ungur bóndasonur, sem alist hafði upp á Helgafelli, að vinna fyrir sér. Fyrst á jarðýtu en síðar að aka börnum úr heimasveit sinni og til skóla í Stykkishólmi og rak lengi hópferðafyrirtæki.

En nú er komið að starfslokum hjá Gunnari. Rútuútgerðin er orðin smá í sniðum. Gunnar og kona hans Benedikta Guðjónsdóttir búa í snyrtilegu einbýlishúsi með gróinn og fallegan garð við Víkurflöt í Stykkishólmi. Þau eru nú bæði komin á áttræðisaldur og una hag sínum vel í húsinu sínu. Erindi blaðamanns var að heyra brot af sögu Gunnars frá Helgafelli og heyra hvað hann hefur fyrir stafni.

Sjá opnuviðtal í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir