Esjar SH-75. Ljósm. af.

Hraðfrystihús Hellissands kaupir Esjar SH

Hraðfrystihús Hellissands hefur keypt dragnótarbátinn Esjar SH-75 ásamt 660 tonna veiðiheimildum. Seljandi er útgerðarfélag Esjars sem að stærstum hluta var í eigu Ragnars Guðjónssonar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Hellissandi, verður heimahöfn Esjars því áfram í Rifi. Antoni Ragnarssyni skipstjóra og áhöfn Esjars býðst að vera áfram á skipinu. Esjar SH er 55,3 brúttótonna stálskip, smíðað í Póllandi og Hafnarfirði 1999 og lengt árið 2002. Esjar verður þriðji báturinn í útgerð HH, en fyrir eru Rifsnes og Örvar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir