Meðfylgjandi er mynd sem birt var í Facebook hópnum Sauðfjárbændur.

Þrír grunaðir um lambsdrápið

Lögregla hefur þrjá aðila grunaða um að hafa drepið og úrbeinað sex vikna gamalt lamb á Snæfellsnesi fyrr í mánuðinum. Greint var frá málinu í Skessuhorni í síðustu viku. Eftir að það gerðist hafði ábúandi á Snæfellsnesi samband við lögreglu og tilkynnti að hann hefði komið að þremur mönnum á landareign sinni, þar sem einn þeirra gerði sig líklegan til að ganga örna sinna. Vísaði hann mönnunum burtu en varð þess síðan var að svo virtist sem þeir hefðu farið inn í bílskúr hans og þar ofan í matarkistu. Ábúandi á öðrum bæ á Snæfellsnesi tilkynnti seinna að farið hefði verið inn heima hjá honum þegar heimilisfólk var fjarverandi. Engu var stolið en hundunum hafði verið hleypt út og eldhúsið notað. Húsráðandi taldi að þarna hefðu verið fleiri en einn maður á ferðinni. Mennirnir hafa ekki fundist en Lögreglan á Vesturlandi hefur látið boð út ganga til allra lögregluembætta landsins að vera vakandi fyrir atvikum sem þessum, því hún telur að þarna hafi verið á ferðinni sömu menn og drápu lambið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir