Ákveðið hefur verið að braggarnir við Egilsholt í Borgarnesi verði rifnir. Þeir eru síðustu vel sýnilegu stríðsminjarnar sem enn standa uppi í Borgarnesi. Ljósm. Þorleifur Geirsson.

Síðustu stríðsminjarnar á förum úr Borgarnesi

Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar um miðjan júní var fjallað um niðurrif á tveimur bröggum við Egilsholt í Borgarnesi, ofan við verslunarhús Kaupfélagsins og Húsasmiðjunnar. Þar hafa þeir staðið frá því Bretar reistu þá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt fjölmörgum öðrum mannvirkjum í Borgarnesi. Braggarnir voru síðast í eigu Kaupfélags Borgfirðinga en nú í eigu Borgarbyggðar. Þeir hafa í gegnum tíðina gegnt ýmsu hlutverki. Meðal annars sem áburðargeymsla á vegum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Niðurrif á bröggunum er nú hafið, en þeir verða nú að hverfa til að rýma fyrir nýju skipulagi. Sigurður Arelíusson í Álftártungu rífur braggana og hyggst endurreisa þá á jörð sinni og munu þeir verða notaðir sem geymsluhúsnæði.

Nánar er fjallað um sögu þessara síðustu stríðsminja í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir