Meðfylgjandi er mynd sem birt var í Facebook hópnum Sauðfjárbændur.

Sauðaþjófur drepur lamb, verkar og eldar

Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning í morgun um að einhver hafi drepið og úrbeinað ca sex vikna gamalt lamb í Dritvík á Snæfellsnesi. Á mynd sem birtist fyrst með frétt á vef Vísis má sjá að sá sem var að verki hafi vitað hvað hann væri að gera, en ekkert er eftir af lambinu annað en haus, hryggjarsúlan og gæran. Svo virðist sem lambið hafi verið eldað á staðnum. Að sögn lögreglu var lambið merkt og þannig var hægt að hafa samband við eiganda þess og er málið nú til rannsóknar Lögreglunnar á Vesturlandi.

Vísir.is birti fréttina fyrst fjölmiðla.

Líkar þetta

Fleiri fréttir