Miðnæturopnun verður í Lýsulaug í kvöld

Svæðisgarðurinn á Snæfellsnesi stendur fyrir viðburðarveislunni „Saman á Snæfellsnesi“ í sumar. Eitt af því sem á dagskrá verður er Miðnætursund í Lýsulaugum sem er á dagskrá í kvöld 14. júlí frá klukkan 21:30 til miðnættis. „Miðnætursund í Lýsulaugum er „Ones in að livetime viðburður“,“ segir í tilkynningu. „Laugin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi, með heitu ölkelduvatni. Við verðum með ölkelduvatnsbar þar sem verður kalt ölkelduvatn og bragðefni, til dæmis rabarbarasaft út sveitinni og fleira. Þá verður líka óáfengur ölkelduvatnsmohijo í boði með 12 mintum frá Rætunarstöðinni Lágafelli. Tónlist og smá fræðsla í upphafi um ölkelduvatnið,“ segir í tilkynningu. Hægt er að panta miða á viðburðinn á vefslóðinni lysulaugar@snb.is eða á Facebooksíðu Lýsulaugar. Aðgangseyrir er 1000 krónur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira