Íslenskur fjárhundur. Ljósm. Ágúst Elí Ágústsson.

Dagur íslenska fjárhundsins er 18. júlí

Að venju er 18. júlí ár hvert tileinkaður Degi íslenska fjárhundsins. Hann hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi og víðar. „Vaxandi áhugi er fyrir deginum og margir eigendur íslenskra fjárhunda taka þátt í að gera daginn sérstakan með ýmsum viðburðum ár hvert. Meðal dagskráliða í ár munu nokkrir eigendur íslenskra fjárhunda verða með hunda sína á Árbæjarsafni í Reykjavík þar sem þeir sýna rallý-hlýðni æfingar. Að öðru leyti verður dagskráin í ár lágstemmd í samræmi við ástandið í þjóðfélaginu en hvert ár er valið sérstakt þema tengt hundunum. Í ár er vakin athygli á hversu mikilvægur félagsskapur hundsins er á tíma Covid-einangrunar. Vinnuhópurinn 18. júlí tók nýlega þátt í verkefni á vegum Íslandsstofu til að kynna íslenska fjárhundakynið. Kynninguna má sjá á FB síðunni Iceland Naturally. Nú hafa yfir 36 þúsund manns horft á kynninguna sem er til marks um vinsældir íslenska fjárhundsins,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira