Lögreglan á Snæfellsnesi er ánægð með nýju bílana. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi

Tvær nýjar lögreglubifreiðar á Snæfellsnes

Bílafloti Lögreglunnar á Vesturlandi hefur verið endurnýjaður eftir þörfum og hafa nú verið teknar í notkun tvær nýjar birfeiðar sem staðsettar verða á Snæfellsnesi, að því er fram kemur í færslu á Facebook síðu Lögreglunnar á Vesturlandi. „Um er að ræða tvo Land Rover Discovery jeppa sem búnir eru öllum þeim lögreglubúnaði sem þörf er á. Í bílunum er t.d. fullkominn upptökubúnaður og ný gerð af ratsjám til hraðamælinga sem eru mjög nákvæmar og með mun meiri drægni heldur en eldri gerðir,“ segir í færslunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir