Takk veggur við Norðurtanga í Ólafsvík. Ljósm. snb.is

Takk veggir á Vesturlandi

Fyrir 40 árum voru Íslendingar fyrstir allra þjóða að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Af því tilefni var efnt til hvatningarátaksins Takk fyrir að vera til fyrirmyndar en Karitas Diðrikdóttir, Marín Magnúsdóttir og Sigþrúður Ármann standa bakvið átakið. Hugmyndin er að fólk skrifi kveðju á sérútbúið þakkarbréf til þeirra sem þeir telja vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt en hægt er að setja bréfin ófrímerkt í póst innanlands. Eintök af bréfinu er hægt að nálgast um allt land í útibúum Póstsins og Landsbankans eða í verslunum Nettó, Bónuss eða Krónunnar. Einnig er hægt að senda rafræn bréf á fjölmörgum tungumálum í gegnum síðuna www.tilfyrirmyndar.is. Þá hafa svokallaðir Takk veggir verið málaðir um allt land og alltaf bætast við fleiri veggir. Hugmyndin er að fólk taki mynd af sér við vegginn og deili á samfélagsmiðlum með merkinu #tilfyrirmyndar. Takk veggur hefur verið málaður við Norðurtanga í Ólafsvík og við Samkomuhúsið, Sólvöllum 3, í Grundarfirði. Íbúar og gestir eru hvattir til að koma þar við og taka af sér mynd við veggina og deila á samfélagsmiðlum og þannig taka þátt í hvatningarátakinu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir