Keppt í Mjólkurbikarnum

Leikið verður í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag og á morgun. Þar er eitt Vesturlandslið, ÍA. Mæta stelpurnar Augnabliki frá Kópavogi á Akranesvelli kl. 16:15 á morgun, laugardag.

Karlalið ÍA er einnig komið í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar karla en þeir leika í lok mánaðarins, föstudaginn 31. júlí, þegar þeir mæta Val á útivelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir