Hluti flugvélanna í Grundarfirði. Ljósm. tfk.

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum sem lögðu land undir fót og héldu á Vesturland. Víða voru tjaldsvæði þétt setin og var tjaldsvæðið í Grundarfirði engin undantekning. Þó voru ekki allir sem komu akandi með hjólhýsið eða fellihýsið í eftirdragi því á flugvellinum í Grundarfirði mátti sjá ansi óvanalega sjón á föstudaginn. Þar voru samankomnar nokkrar flugvélar sem biðu eftir eigendum sínum. Þar var á ferðinni hópur flugmanna sem var að gera sér glaðan dag í Grundarfirði. Þeir héldu svo sína leið á laugardagsmorgninum eftir að hafa notið þess sem Grundarfjörður og nágrenni hafði uppá að bjóða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir