Keppnishópur UMSB á Unglingalandsmóti á síðasta ári.

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi 31. júlí – 2. ágúst um eitt ár. Frá þessu er greint í frétt á vef UMFÍ en þar er haft eftir Ómari Braga Stefánssyni, landsfulltrúa og framkvæmdastjóra móta UMFÍ, að mikilvægt sé að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi þátttakenda og gesta á þeim óvissutímum sem nú ríkja vegna Covid-19 faraldursins. „Unglingalandsmót UMFÍ er flókinn viðburður þar sem þátttakendur skrá sig í margar ólíkar greinar og fara á milli svæða. Það eykur á flækjustigið og hættunni á að hópsmit komi upp,“ er haft eftir Ómari. Hvetur hann fjölskyldur þó til að skemmta sér saman á heilbrigðum forsendum um verslunarmannahelgina í ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir