Að spenna belti tekur að meðaltali tvær sekúndur.

Tíu prósent þjóðarinnar óspenntir

Í byrjun mánaðarins var tekið í notkun nýjasta gerð af Volkswagen Golf. Bíll þessi er óvenjulegur fyrir þær sakir að í honum er ekki vél enda er honum ekki ætlað að aka með hefðbundnum hætti um vegi landsins. Þess í stað mun bíllinn velta á völdum stöðum vítt og breitt um landið með fólk innanborðs, fest í öryggisbelti. Þetta kemur fram í frétt frá Samgöngustofu. Í tilkynningunni segir að markmið með veltibílnum sé að leyfa farþegum að finna hve mikilvægt er að nota bílbelti, hvort sem setið er í fram- eða aftursæti.

Komið hefur í ljós að þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar eða tíu prósent þjóðarinnar nota ekki bílbelti að staðaldri. Þetta þykir mikið áhyggjuefni og er í rauninni sláandi tölfræði.

Nýr veltibíll var frumsýndur á Írskum dögum á Akranesi í byrjun júlí. Ljósm. Samgöngustofa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir