Rafrænt ökuskírteini í síma. Ljósm. FÍB.

Skortir búnaðinn til að skanna rafræn ökuskírteini

Ökumenn eru nú farnir að framvísa rafrænum ökuskírteinum. Slík ökuskírteini þarf að skanna en lögregluembættið á Vesturlandi hefur ekki enn fengið slíkan skanna í hendur. Þarf lögreglan því að hafa samband við fjarskiptamiðstöðina til að kanna með ökumenn, hvort þeir hafi ekki örugglega réttindi til aksturs. Þegar hefur komið upp dæmi um ökumann sem hafði hlaðið niður ökurskírteini í símann sinn, en var svo sviptur réttindunum, en var enn með skírteinið í símanum. Þó vill Lögreglan á Vesturlandi koma því á framfæri að þrátt fyrir að geta ekki skannað inn ökuskírteinin er ekki sektað lengur sé fólk ekki með hefðbundin ökuskírteini.

Líkar þetta

Fleiri fréttir