Svipmynd frá Sandara- og Rifsaragleði fyrir tveimur árum. Ljósm. úr safni/ af

Gleði framundan í Snæfellsbæ

Sandara- og Rifsaragleði fer fram um helgina. Fyrsti viðburður hátíðarinnar er kassabílarallí í Rifi í kvöld, fimmtudag kl. 18 og síðar í kvöld mun Sóli Hólm stíga á svið í Frystiklefanum.

Á föstudaginn ætla landverðir þjóðgarðsins Snæfellsjökuls að hitta krakka á aldrinum 6-12 ára kl. 16 við Sjóminjasafnið og skoða hvað leynist í hrauninu. Þá verður líf og fjör í Sjómannagarðinum á Hellissandi frá kl. 19 og um kvöldið verður kvöldsöngur með Lionsklúbbi Nesþinga í Sjómannagarðinum og Eyjólfur Kristjáns flytur sínar stærstu perlur í Frystiklefanum.

Á laugardaginn geta hressir kakkar tekið daginn snemma og mætt í hlaup kl 10:15 áður en fótboltamót hefst á sparkvellinum kl. 11. Það verður þétt og skemmtileg dagskrá allan laugardaginn þar sem eitthvað verður fyrir alla. Má þar nefna hoppukastala, Sirkus Íslands, sölubása, brekkusöng og margt fleira.

Líkar þetta

Fleiri fréttir