Sigurvegarar í Vestfjarðavíkingnum 2020. Ljósm. sá.

Vestfjarðavíkingurinn fór fram um helgina

Um helgina fór aflraunakeppinn Vestfjarðavíkingurinn 2020 fram í Dölum og á Snæfellsnesi. Að þessu sinni fór keppnin ekki fram á Vestfjörðum, þrátt fyrir nafnið, en brugðið var á það ráð vegna sóttvarna vegna Covid-19. Magnús Ver Magnússon fjórfaldur sterkasti maður heims lýsti keppninni, en keppendur voru tíu talsins.

Keppinn hófst i Búðardal á föstudaginn þar sem keppt var í réttstöðulyftu og steinatökum. Á laugardeginum fór keppni fram í Sjómannagarðinum á Hellissandi og þar var tekist á með að lyfta risahandlóðum á sem skemmstum tíma og var þar hörð keppni á milli Ara Gunnarssonar og Eyþórs Ingva Melsted sem lyftu báðir þyngsta lóðinu sem var 110 kíló. Sigraði Eyþór með sekúndu broti. Á sunnudeginum var keppt í trukkadrætti í Ólafsvík og aftur var hörð keppni á milli þeirra Eyþórs og Ara. Keppninni lauk svo síðdegis í Stykkishólmi þar sem keppt var í kasti yfir vegg á túninu við gömlu kirkjuna og blönduðum greinum við hafnarvogina. Stefán Karel Torfason var studdur dyggilega af Hólmurum í lokagreinunum, en hann spilaði með Snæfelli í körfuboltanum við góðan orðstýr. Samanlagt sigraði Eyþór Ingvi Melsted í keppninni að þessu sinni, Ari Gunnarsson varð annar og Stefán Karel þriðji. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi afhenti verðlaun að aflokinni keppni.

Sjá myndasyrpu frá keppninni í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira