Silungsveiðin gengur víða frábærlega, meðal annars í Hraunsfirði. Ljósm. María Gunnarsdóttir.

Mokveiði í Hraunsfirði

Veiðin hefur verið frábær í Hraunsfirði á Snæfellsnesi dag eftir dag og veiðimenn verið að fá mjög fallegar bleikjur. Einn veiðimaðurinn sagði: „Hraunsfjöðurinn hreinlega kraumar af fiski.“ Það eru víst orð að sönnu þessa dagana.

,,Veiðin gekk frábærlega, ég tók yfir 40 bleikjur í dag, mjög góðan matfisk,“ sagði Ingi Rafn er við heyrðum í honum í Hraunsfirði. „Þetta er góður fiskur. Daginn eftir var svo sama mokið. Það var enginn tími til að taka myndir, klikkað að gera við að landa,“ sagði Ingi Rafn alsæll.

„Já, veiðin hefur verið frábær í Hraunsfirði í sumar og margir fengið vel í soðið,“ sagði Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu, en kortið hefur selst vel í sumar. Víða hafa því veiðimenn rennt fyrir silung og fengið góða veiði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira