Róleg stemning á Akratorgi á laugardeginum. Ljósm. mm.

Friðsamir Írskir dagar

Að sögn Lögreglunnar á Vesturlanda fóru Írskir dagar á Akrnesi að mestu friðsamlega fram. Nokkuð var um útköll vegna hávaða og lögregla þurfti aðeins að hafa afskipti af fólki vegna ölvunar. Þá ákvað hópur fólks að tjalda utan tjaldsvæðis og var þeim bent á að færa sig yfir á tjaldsvæðið. Einn maður undir áhrifum áfengis var á göngu með hópi þegar hann datt og meiddi sig, en þó ekki alvarlega. Lögreglan kom á staðinn og óskaði maðurinn eftir því að honum yrði ekið heim, sem lögreglan og gerði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira