Sigrún með þau Crazy og Ronju. Ljósm. Skessuhorn/arg.

„Ég elska að gera það sem ég geri og er alveg að lifa minn draum“

Blaðamaður Skessuhorns fékk heldur betur vinalegar móttökur heima hjá Sigrúnu Baldursdóttur á Akranesi. Það var hún Ronja, 8 mánaða Berner Sennen hvolpur sem var fyrst til að heilsa en á eftir fylgdu foreldrar hennar, þau Lady og Crazy, og að sjálfsögðu Sigrún. Eftir að allir höfðu fengið að heilsast smávegis fengum við okkur sæti og hundarnir lögðust allir rólegir niður. Vinalegra verður það nú varla. Sigrún er mikil hundakona og hefur sjálf átt hunda síðan hún var tíu ára, en Berner Sennen tegundinni kynntist hún þegar hún bjó í Danmörku skömmu eftir aldamótin. „Þessir hundar eru rosalega vinsælir á Norðurlöndunum en þeir eru mjög fjölskylduvænir, barngóðir, rólegir, yfirvegaðir og með smá varðeðli,“ útskýrir Sigrún. Í fyrra lauk hún námi í hundaatferlisfræði og hundaþjálfun og er byrjuð að halda hvolpa- og unghundanámskeið á Akranesi.

Ítarlegt viðtal við Sigrúnu Baldursdóttur er í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir