Ljósm. Drífa Nikulásdóttir.

Fimm ættliðir í beinan kvenlegg

Á meðfylgjandi mynd eru fimm ættliðir í beinan kvenlegg sem komu saman þegar yngsta manneskjan á myndinni fékk nafn. Hún er þriggja mánaða gömul og heitir Hrafney Dís Marinósdóttir. Móðir hennar er Vigdís Lilja Árnadóttir fædd 1999 en þær eru búsettar á Hellu. Þá er amma litla barnsins; Eiríka Benný Magnúsdóttir sem er fædd 1978 og búsett í Hjarðarbóli Ölfusi. Langamman er Torfhildur Pálsdóttir fædd 1958 og búsett í Reykjavík. Aldursforsetinn er svo langalangamman; Margrét Erla Hallsdóttir fædd fædd árið 1935 frá Naustum í Grundarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir