Baldur gæti komist í gang um næstu helgi

Vélarbilun í flóabátnum Baldri í síðustu viku reyndist meiri en í í fyrstu var talið. Ventill í heddi vélarinnar reyndist hafa farið inn í túrbínu og skemmt hana. Smíða þarf varahluti í vélina í Danmörku og á því verki að verða lokið um miðja þessa viku. Í tilkynningu frá Sæferðum kemur fram að vonast er til að hægt verði að hefja siglingar á Baldri um næstu helgi, en þó gæti það dregist eitthvað lengur. Sæferðir sigla með farþega á Særúnu milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar meðan Baldur er ógangfær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir