Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún að öllu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lögð til 9% hækkun á aflamarki ýsu, sem verður því 45.389 tonn fiskveiðiárið 2020/2021. Ástæða hækkunarinnar eru bættar nýliðunarhorfur. Jafnframt er lögð til 6% lækkun á aflamarki þorsks, úr 272.411 tonnum í 256.593 vegna lækkunar í stofnmælingum botnfiska. Nýliðunarvísitölur nokkurra stofna eins og hlýra, gullkarfa og blálöngu hafa verið lágar í lengri tíma og er tekið mið af því í ákvörðun um heildarafla, segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira