Ljósm. úr safni/ gbh.

ÍA með stórsigur á Val á Hlíðarenda

ÍA heimsótti Val að Hlíðarenda í fyrsta leik fjórðu umferðar Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið. Valsmenn voru með sex stig fyrir leikinn eftir tvo sigra í röð en Skagamenn voru aftur á móti með þrjú eftir tvö töp í síðustu leikjum.

Það voru þeir gulklæddu sem náðu forystunni snemma leiks en þar var að verki Viktor Jónsson. Valsmenn fengu tvö góð marktækifæri í kjölfarið sem þeim mistókst að nýta og refsuðu gestirnir fyrir það. Tryggvi Hrafn Haraldsson tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik og mark Bjarka Steins Bjarkasonar kom ÍA í 3-0 forystu í leikhléi.

Daninn Patrick Pedersen minnkaði muninn fyrir Val eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik en Steinar Þorsteinsson gerði út um leikinn fyrir Skagamenn stundarfjórðungi fyrir leikslok. 4-1 sigur ÍA staðreynd og jafna þeir Valsmenn að stigum í töflunni.

Næsti leikur Skagamanna er gegn Kópavogsliðinu HK á miðvikudag kl. 19:15 á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir