Eldur í ruslageymslu á Akranesi

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út klukkan 22:40 í kvöld að húsi við Skólabraut á Akranesi. Þar var mikill eldur í ruslageymslu í þröngu porti milli húsanna við Skólabraut 21 og 23. Íbúar komust út og enginn slasaðist. Slökkvistarf gekk greiðlega en skemmdir urðu á klæðningu beggja húsanna og ljóst að ekki mátti miklu muna að eldur næði að læsa sig inn í einangrun. Rúður voru farnar að springa í öðru húsinu. Reykræsta þarf allar íbúðir í húsinu við Skólabraut 21 og ljóst að íbúar munu ekki dvelja þar í nótt. Fólkið fékk athvarf hjá Rauða krossi Íslands sem hefur einmitt aðstöðu í Skólabraut 25a. Lögregla rannsakar eldsupptök.

Líkar þetta

Fleiri fréttir