Tjaldsvæðið í Stykkishólmi. Ljósm. sá.

Landsmenn voru á faraldsfæti um helgina

Um helgina var prýðilegt sumarveður hvarvetna um vestanvert landið. Jafnan er fyrsta helgin í júlí ein stærsta ferðahelgi ársins og greinilegt að margir nýttu sér góða veðrið og þá aðstöðu sem víða er búið að byggja upp. Hér er horft yfir tjaldsvæðið í Stykkishólmi en þar eins og víðar var fjöldi fólks saman kominn yfir helgina.

Þegar líður á daginn má búast við þéttri umferð bíla og ferðavagna um þjóðvegina. Er ástæða til að hvetja ferðalanga til að sýna aðgæslu í umferðinni og taka góðan tíma til ferðarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira