Líkfundur í Haffjarðardal

Björgunarsveitir fundu í dag lík sem talið er vera af karlmanni á sextugsaldri sem saknað hefur verið í Hnappadal á Snæfellsnesi frá því 30. desember á liðnu ári. Svæðið var komið meira og minna undir snjó þegar leit hófst fyrir áramótin, en engu að síður fór fram víðtæk leit dagana á eftir og af og til eftir það. Ákveðið var að ráðast í skipulagða og víðtæka leit í dag við kjöraðstæður, þar sem öll skilgreind svæði yrðu gengin. Leitin bar árangur fyrir hádegi í dag þegar björgunarsveitarmenn gengu fram á líkið inni á Haffjarðardal, í um klukkutíma göngufjarlægð frá þeim stað sem bíll mannsins fannst 30. desember.

Að sögn lögreglu á eftir að bera formleg kennsl á líkið, en talið afar sennilegt að sé Andris Kalvans. Hann var Letti á sextugsaldri sem búsettur var hér á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti rannsóknamenn á svæðið og líkið síðan til Reykjavíkur til rannsóknar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira