Hópurinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á tröppum Bessastaða.

Team Rynkeby hefur ferð sína um landið

Team Rynkeby á Íslandi mun hjóla 850 km í kringum landið á tímabilinu 4.-11. júlí til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Hópurinn mun hjóla fallegar hjólaleiðir í öllum landshlutum. Team Rynkeby er stærsta evrópska góðgerðarverkefnið þar sem þátttakendur hjóla á hverju ári 1200 km leið frá Danmörku til Parísar til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Vegna Covid faraldursins hefur keppninni í ár verið frestað og ákveðið hefur verið að hjóla þess í stað innanlands.

Team Rynkeby Ísland var stofnað árið 2017 á Íslandi með það að markmiði að hjóla í söfnunarátaki Team Rynkby til styrktar SKB. Á síðastliðnu ári safnaði hópurinn hér á landi 23,6 milljónir ISK fyrir SKB. Öll Team Rynkeby liðin söfnuðu alls 1.472,8 milljónir ISK í fyrra. Frá því árinu 2002 hafa þátttakendur Team Rynkeby safnað yfir 7 milljörðum króna fyrir langveik börn.

Hægt er að heita á Team Rynkeby með því að hringja í eftirfarandi styrktarnúmer:

907-1601 kr 1.500 – 907-1602 kr 3.000 – 907-1603 kr 5.000

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira