Samdráttur var í útflutningi sjávarafurða í maí

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar. Þetta er tæplega 16% samdráttur í krónum talið miðað við útflutningsverðmæti sjávarafurða í maí í fyrra. Samdrátturinn er ívið meiri í erlendri mynt, eða rúm 25%, þar sem gengi krónunnar var um 12% veikara nú í maí en í sama mánuði í fyrra. Þetta má sjá í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í vikunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir