Íslenski fáninn við hún á nýju fánastönginni. Ljósm. Bergþór Guðmundsson.

Gaf fánastöng við Sólmundarhöfða 7

Á þjóðhátíðardaginn var ný fánastöng vígð við fjölbýlishúsið að Sólmundarhöfða 7 við Langasand á Akranesi að viðstöddum íbúum hússins. Fánastöngin er gjöf frá einum íbúa hússins, Guðnýju Jónsdóttur (Níný), til minningar um ömmu hennar sem bjó á einu býlanna sem eitt sinn voru á Sólmundarhöfðanum. Sungin voru viðeigandi ættjarðarlög við þetta tilefni við undirleik Gísla Gíslasonar á harmonikku og eftir atburðinn gæddu viðstaddir sér á nýbökuðum vöfflum með rjóma.

Líkar þetta

Fleiri fréttir