Eygló Lind 70 ára

Hinn síungi Borgnesingur, Eygló Lind Egilsdóttir, fagnaði 70 árunum síðastliðinn laugardag. Sló hún til heljarinnar veislu í tilefni dagsins. Haldið var opið hús um miðjan dag í Stöðulsholtinu í Borgarnesi hjá dóttur hennar, Sonju Lind, þar sem vinum og fjölskyldu Eyglóar var boðið að þiggja veitingar og samgleðjast með Eygló sem hefur varið stórum hluta ævi sinnar í að gleðja aðra í kringum sig. Gunnhildur Lind blaðamaður á Skessuhorni, sem jafnframt er frænka Eyglóar, kíkti í heimsókn í veisluna með myndavél undir hönd og smellti nokkrum myndum. Nokkrar þeirra má sjá í síðasta Skessuhorni. Hér er blásið á kertið með dyggri aðstoð tveggja barnabarna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Kerlingarfjöll friðlýst

Í dag var undirrituð friðlýsing Kerlingarfjalla og nærliggjandi svæða, alls um 344 ferkílómetrar. Friðlýsingunni var fagnað við hálendismiðstöðina í Ásgarði... Lesa meira